MÍN ÁSKORUN
- Upprunaland viðmælanda: PÓLAND
- Aldur viðmælanda: 57
- Fjölskylduaðstæður viðmælanda: gift, tveggja barna móðir
- Menntun viðmælanda: framhaldsskóli
Ég heiti Ewa Grad er fötluð og vinn hjá veitingaþjónustu í litlum bæ nálægt Rzeszów. Ég fékk brjóstakrabbamein 2004 en greiningin var áfalla. Ég fór í gegnum lyfjameðferð, geislameðferð og brjóstnám en missti aldrei móðinn. Því miður hafði einangrunin og atvinnumissirinn mikil áhrif á fjölskylduna, eiginmann og tvær dætur sem í grunnskóla.
Mínar helstu áskoranir
• Alvarleg veikindi sem urðu til þess að ég varð fötluð
• Lítil börn
• Nokkra ára atvinnuleysi
• Að búa í dreifbýli þar sem lítið er um atvinnutækifæri.
MÍN LEIÐ
Þökk sé vinum mínum hef ég fengið vinnu á Vocational Activity Workshop (VAW), þar sem ég hef lært mikið og lokið nokkrum fagnámskeiðum, svo sem fyrir veitingaþjónustu og almenna þjónustu. Í VAW hitti ég aðrar fatlaðar konur og eignaðist vini. Eftir nokkur ár breyttist staðan hjá VAW þannig að ég og hópur samstarfskvenna ákváðum við að stofna eigið verslunar og þjónustufyrirtæki. Við rekum 4 litla bari, þar sem við leggjum mikla vinnu og hjarta í að bjóða upp á gott og fallegt umhverfi og andrúmsloft en umfram allt þá erum við sjálfstæðar. Vinnan veitir okkur ánægju og hugarró, við erum sjálfum okkur nægar. Ég er ánægð að geta unnið með vinum mínum, við erum mjög nánar og skiljum hvor aðra mjög vel, við skiptum með okkur ábyrgðinni en umfram allt erum við sjálfstæðar.
MINN ÁRANGUR
Þegar kemur að því að vera frumkvöðull krefst það mikillar ábyrgðar, einbeitingar og mikillar skuldbindingar. Í Póllandi er þetta líklega eina leiðin fyrir fatlaða konu til að geta byggt upp starfsferil og verið sjálfstæð á sama tíma. Þú ættir ekki að gefast upp, fylgja draumum þínum og berjast fyrir þeim út í rauðan dauðann.