Af hverju atvinnuþátttaka og laun eru mikilvæg?

Skoðaðu möguleika þína og hvað þú getur gert til að styrkja stöðu þína

Hvaða stuðningur er í boði í mínu landi

Lærðu af reynslu annarra

Re-Start verkefnið

Með RE-START verkefninu vilja samstarfsaðilar frá Spáni, Íslandi, Grikklandi, Kýpur, Búlgaríu og Pólandi, byggja upp stuðningsþjónustu í gegnum netið fyrir konur sem vilja snúa aftur á vinnumarkað eftir að hafa verið heimavinnandi. Verkefnið snýr að 3 stærstu áskorunum kvenna sem eru í þessum stað í lífi sínu:

– fá hvatningu og öðlast sjálfstraust til að snúa aftur á vinnumarkað.

– fá stuðning um hvernig er best að bera sig að til að ná árangri og fá starf við hæfi.

– auka félagsfærni og færni til að koma auga og nýta skipulega þau tengsl- og tengslanet sem eru aðgengileg.

Markmið

Stuðningsefni RE-START verkefnisins verður aðgengilegt á netinu fyrir konur sem vilja snúa aftur á vinnumarkað til að draga úr hættu á jaðarsetningu og fátækt, sérstaklega á efri árum. Þannig er verkefninu ætlað að hafa jákvæð áhrif á möguleika kvennanna á vinnumarkaði og stuðla að betri félagslegri og efnahagslegri stöðu þeirra og fjölskyldna þeirra.

Markhópar

  • Konur sem vilja snúa aftur í vinnumarkað eftir að hafa verið heimavinnandi vegna fjölskylduaðstæðna.


  • Fagfólk / ráðgjafar / leiðbeinendur sem vinna með, efla og styðja við konur sem vilja snúa aftur til starfa á vinnumarkaði.


Aðilar sem þjónusta fólk á vinnumarkaði.

Vinnumiðlanir og opinberar þjónustustofnanir sem tengjast málefnum kvenna á vinnumarkaði, stéttarfélög og stefnumótandi aðilar.