Fáðu stuðning núna!
Það er ekki allt undir þér einni komið, velgengni veltur einnig á stuðningsnetinu þínu. Hér getur þú fundið nokkra tengla á stuðningsaðila. Upplýsingarnar eru ekki tæmandi, þar sem ómögulegt er að fylgjast með öllum mögulegum stuðningi bæði á landsvísu og innan ólíkar sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Upplýsingarnar veita þér yfirsýn en þú getur síðan leitað á netinu að upplýsingum um sértækan stuðning í þínu nærumhverfi.
Konur, eftir að hafa verið heimavinnandi með lítil börn, þurfa oft að fást við eftirfarandi hindranir þegar þær vilja snúa aftur á vinnumarkað:
– skort á stuðningi fjölskyldu eða vina
– hafa ekki aðgang að aðilum sem leiðbeina og valdefla þær
– hafa misst tengsl við fyrri starfsfélaga, fagaðila sem geta staðfest þekkingu þeirra og færni (meðmælendur)
– hafa ekki aðgang að faglegu tengslaneti sem getur stutt þær í atvinnuleitinni.
Markmið þjálfunarinnar er að fræða og styðja við konur sem snúa aftur á vinnumarkaðinn, valdefla þær og byggja upp færni í að leita eftir stuðningi og byggja upp tengslanet. Auk þess að veita upplýsingar:
– um hvernig á að byggja upp persónulegt stuðningsnet.
– um hvernig á að styðja við aðra (jafningjastuðningur).
– um hvernig á að leita eftir stuðningi og leiðsögn.
– um hvernig á að finna og taka þátt í þeim tengslanetum sem eru til staðar.
AÐFERÐAFRÆÐI: Unnið verður með aðferðir sem hægt er að beita til að finna og leita eftir stuðningi, hvernig maður byggir upp sitt persónulega stuðningsnet, og hvar er hægt leita eftir valdeflandi leiðsögn og ráðgjöf.
MARKHÓPAR: Konur með börn, sem vilja eða þurfa að koma aftur inn á vinnumarkaðinn og finna vinnu við hæfi.
Stuðningur við fjölskyldur
Á Íslandi bera sveitarfélögin ábyrgð á stuðningi við börn og fjölskyldur, þú getur skoðað hvaða stuðningur er í boði á heimasíðum sveitarfélaganna.
Faglegur stuðningur og valdefling
Til eru margvísleg stuðningsnet fyrir konur, svo sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA), kvenfélögin og WOMEN stuðningsnet kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Auk þess má finna stuðningsefni fyrir atvinnuleitendur á Ísland.is.
Leiðsögn og ráðgjöf
Hægt að leita eftir stuðningi vegna starfsendurhæfingar frá VIRK og stuðningi í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun sem er með þjónustuskrifstofur um allt land. Þá hafa stéttar- og fagfélög stutt sína félaga.
Réttindi á vinnumarkaði
Yfirlit yfir réttindi á vinnumarkaði má m.a. finna hjá Alþýðusambandinu og VR og á Ísland.is síðunni. Á heimasíðu „Know Your Rights“ verkefnisins má finna upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði á 5 tungumálum auk íslensku.