Consultoría de innovación social

Megináhersla okkar á ráðgjöf um samfélagslega nýsköpun til hafa áhrif og vinna að sjálfbærni með nýsköpun sem fæst við samfélagslegar áskoranir og þarfir samtímans. Við trúum á fólk sem hreyfiafl og höfum það að meginmarkmiði að vinna að valdeflingu og aukinni færni fólks til að finna og þróa lausnir og leiðir fyrir sjálfan sig og samfélagið. Með starfsemi okkar viljum við styðja við breytingar og aukina færni bæði stofnanna og fyrirtækja til að ná árangri og aukinni sjálfbærni í starfsemi sinni.
Starfsemi CIS tengist atvinnuþátttöku jafnrétti kynjanna og alþjóðlegu samstarfi. Við viljum stuðla að jákvæðum breytingum á fyrrgreindum sviðum með því að taka þátt í innlendum og alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum, miðla til og læra af öðrum það sem vel er gert. Að auki bjóðum við upp á þjálfun og námskeið í okkar heimabyggð.

EInurd

Einurð er einkahlutafélag án hagnaðarsjónarmiða sem vinnur að fræðslu og samfélagsþróun. Einurð byggir á starfsmönnum og samstarfsaðilum með sérfræðiþekkingu á samfélagsrannsóknun, menntun og þjálfun. Markhópur Einurðar eru menntastofnanir á öllum skólastigum, stofnanir og fyrirtæki sem starfa að nýsköpun og samfélagsþróun. Starfsemi Einurðar felur í sér: ráðgjöf, rannsóknir, kannanir, þróun á námsefni, jafnrétti og þróun á námskrám, námi og námsefni í staðnám, fjarnám og blandað nám. Einurð hefur einnig boðið fyrirtækjum og stofnunum stuðning við verkefnastjórnun bæði í staðbundnum og alþjóðlegum verkefnum, bæði styttir og langtíma verkefnum.

Center for Social Innovation Ltd.

Center for Social Innovation (CSI) eru rannsóknar- og þróunarmiðstöð sem leggur áherslu á að efla samfélagslega nýsköpun stuðlar að jákvæðum breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum í nærumhverfi, innanlands og alþjóðlega. Aðilar f+ á borð við, ríkisstjórnir, sveitarfélög og svæðisbundin stjórnsýsla, sjálfseignarstofnanir, aðilar vinnumarkaðarins og menntastofnanir. CSI teymið er skipað, óvilhöllum vísindamönnum, frumkvöðlum, verkefnastjórum, leiðbeinendum og sérfræðingum í upplýsingatækni. CSI býr yfir færni, þekkingu og reynslu sem gerir okkur kleift að bera kennsl á áskoranir og þarfir samfélagsins, hanna og hrinda í framkvæmd verkefnum sem takast á við þessar áskoranir og stuðla að sjálfbærni. Sérsvið CSI teymisins eru á sviði hefðbundinnar menntunar og rafræns náms, frumkvöðlastarfsemi, nýsköpunar, samningatækni, ráðgjafaþjónustu um einkaleyfi og hönnunarvernd, verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, viðskiptaráðgjöf, gagnagvinnslu og greininug, upplýsingatækni, verkefnastjórnun og þróun, leyfisveitingum vegna framleiðslu, þjálfun og þróun tölvuleikja. CSI sækir þekkingu sína og færni í breitt alþjóðlegt samstarfsnet sem felur í sér akademískar stofnanir, upplýsingatæknifyrirtæki, opinbera þjónustuaðila, alþjóðastofnanir og sprotafyrirtæki.

BIMEC

Samtökin voru stofnuð árið 2007 með það markmið að bæta árangur og skilvirkni einstaklinga og skipulagsheilda. Við störfum á eftirfarandi sviðum:

– Styttri þjálfun og námskeið
– Rafræn stuðningur við þjálfun og hópefli.
– Viðskiptaráðgjöf við lítil og meðalstór fyrirtæki (SME) í tengslum við markaðsmál, stefnumótun og þróun.
– Lóðsum gagnvirkar vinnustofur þar sem ávinningur af starfsemi er skilgreindur og þróaður.

– Skipuleggjum vinnustofur sem vinna með framtíðarsviðsmyndir.

Teymið okkar: Leiðbeinendurnir okkar eru reyndir fagaðilar á sviði þjálfunar, og hafa menntun á sviði fullorðinsfræðslu.

Viva FEMINA

„Viva Femina“ er stofnun kvenna sem staðsett er í Podkarpackie í Pólandi. Meginmarkmið okkar er að vinna að málefnum kvenna, fatlaðs fólks og annarra hópa á vinnumarkaði. Við innleiðum góða starfshætti í kynjamálum og stuðlum að jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum lífsins auk þess að innleiða góða starfshætti í námi og fræðslu.

Viva Femina vinnur beint með markhópnum sínum sérstaklega með fötluðum konum bæði til að styðja þær í fötlun sinni og vinna með námsörðugleika, svæðisbundnir leiðbeinendur okkar veita starfsráðgjöf, sálfræðingaþjónustu, starfsendurhæfingu, auk þess að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að skipuleggja starf og þjálfun fatlaðra í matvælageiranum, við bjóðum upp á leiðsögn og þjálfun fyrir þennan markhóp. Jafnframt vinnum við að því að auka starfsþjálfun og frumkvöðlastarf kvenna.

Social Policy Academy

KMOP eru grísk óhagnaðardrifin samtök sem voru stofnuð 2016 og hafa það markmið að auka tækifæri jaðarsettra samfélagshópa til menntunar og í kjölfarið aðlögun að vinnumarkaði auk þess að stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Í takt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti, samfélagsþátttöku og menntun hafa samtökin þróað og boðið upp á nám og stuðning við jaðarsetta hópa, byggt á nýjustu tækni og gagnreyndum aðferðum. Samhliða hefur KMOP unnið að rannsóknum og könnunum á þörfum atvinnulífsins fyrir nám og þjálfun.