Vissir þú að…

… það að vinna hlutastarf þýðir ekki bara lægri laun í dag heldur hefur áhrif á möguleika þína í framtíðinni?

Konur eru líklegri til að starfa í óreglulegum-, tímabundnum- og hlutastörfum. Slík störf skapa oft sveigjanleika til að sinna fjölskyldunni en launin eru lægri sem þýðir lægri tekjur á starfsævinni og takmörkuð lífeyrisréttindi, auk þess að hafa áhrif á möguleika til starfsþjálfunar, framgangs í starfi og að nýta félagslegt stuðningsumhverfi atvinnlífsins.

Vissir þú að…

… konur 65 ára og eldri eiga frekar á hættu að búa við fátækt?

Ef þú ert í hlutastarfi og býrð að minni uppsafnaðri reynslu og tekjum á vinnumarkaðinum lækkar það lífeyrisréttindi þín við 65 ára aldur. Munurinn og hlutfallið ræðst af því hvernig lífeyriskerfið er byggt upp – hvort upphæðin er miðuð við nokkur ár eða heildarvinnuframlag á starfsævi.

Vissir þú að…

….jafnrétti kynjanna er kemur að atvinnu hefur aðeins aukist um 2% í Evrópu á síðustu árum?

Þó okkur finnist við vera að upplifa aukið jafnrétti í atvinnulífinu þá sýnir tölfræðin hið gagnstæða. Launamunur kynjanna endurspeglast ekki aðeins í því að konur fái sömu laun og karlkyns vinnufélagar, það eru margir aðrir og oft faldir þættir sem hafa áhrif á tekjur svo sem ójöfnuður í launum á milli sviða, þar sem störfum er gefið mismunandi vægi …

Vissir þú að…

… konur vinna að meðaltali 13 klst. umfram karla í ólaunaðri vinnu í hverri viku?

Konur vinna að meðaltali 13 klukkustundum meira launalaust í hverri viku en karlar og umönnunar- og hjúkrunarskyldur halda 7,7 milljónum kvenna utan vinnumarkaðar. (EIGE 2020) Hver er staðan á þínu heimili, er umönnunar – og heimilisskyldum skipt jafnt?