Categories:

Vissir þú að jafnrétti kynjanna er kemur að atvinnu hefur aðeins aukist um 2% í Evrópu á síðustu árum?

Þó okkur finnist við vera að upplifa aukið jafnrétti í atvinnulífinu þá sýnir tölfræðin hið gagnstæða. Launamunur kynjanna endurspeglast ekki aðeins í því að konur fái sömu laun og karlkyns vinnufélagar, það eru margir aðrir og oft faldir þættir sem hafa áhrif á tekjur svo sem ójöfnuður í launum á milli sviða, þar sem störfum er gefið mismunandi vægi …

Launamunur kynjanna er enn töluvert mikill í Evrópu en brúttótímatekjur kvenna voru 14,1% undir tekjum karla í ESB (2018 og 2019), reiknað fyrir fyrirtæki með 10 starfsmenn eða fleiri. Mesti launamunur innan ESB var í Eistlandi 21,7% og lægstur í Lúxemborg 1,3%. Ferlið við að útrýma kynbundnu launamuni hefur gengið hægt, sem þýðir að það mun taka meira en 70 ár áður en kynbundnum launamun verður eytt (EIGE, 2020).

ÞESS VEGNA… skaltu kynna þér kjarasamninga sem tengjast starfinu þínu. Ef þú getur valið á milli mismunandi kjarasamninga berðu saman skilgreiningar og launaflokka, jafnvel á milli mismunandi sviða. Þá skiptir máli að vera meðvitaður um þau lög og reglur sem gilda á vinnumarkaði.

Tölfræði landa:

Óleiðréttur kynbundinn launamunur eða % af meðaltali brúttótímatekna karla (nýjustu gögnin):

  • ESB, launamunur kynjanna 14,1% árið 2019.
  • Ísland, launamunur kynjanna 13,8% árið 2018.
  • Búlgaría, launamunur kynjanna 10,4% árið 2018.
  • Grikkland, launamunur kynjanna 11,9% árið 2019.
  • Pólland, launamunur kynjanna 8,5% árið 2019.
  • Spánn, launamunur kynjanna 11,9% árið 2019.
  • Kýpur, launamunur kynjanna 10,6% árið 2018.

Heimildir:

Eurostat (2021). Gender employment gap. Sótt af: 02.07.2021.
https://ec.europa.eu/eurostat/databrowser/view/tesem060/default/table?lang=en

European Institute for Gender Equality (EIGE) (2020). Beijing +25 policy brief: Area F – Women and the economy: care responsibilities and insecure jobs limit women’s empowerment. Sótt af: 02.07.2021.
https://eige.europa.eu/publications/beijing-25-policy-brief-area-f-women-and-economy

Eurostat (2020). The life of women and men in Europe, a statistical portrait – 2020 edition. Sótt af: 02.07.2021
https://ec.europa.eu/eurostat/cache/infographs/womenmen/index.html?lang=en

Eurostat (2021 February). Gender pay gap statistics. Sótt af: 02.07.2021.
https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Gender_pay_gap_statistics

Tags:

Comments are closed