Categories:

Vissir þú að konur vinna að meðaltali 13 klst. umfram karla í ólaunaðri vinnu í hverri viku?

Konur vinna að meðaltali 13 klukkustundum meira launalaust í hverri viku en karlar og umönnunar- og hjúkrunarskyldur halda 7,7 milljónum kvenna utan vinnumarkaðar. (EIGE 2020) Hver er staðan á þínu heimili, er umönnunar – og heimilisskyldum skipt jafnt?

Í ESB eyða konur að meðaltali 39 klst. á viku í umönnun barna sinna, samanborið við 21 klst. karla. Mörg aðildarríki hafa lengt foreldraorlof fyrir feður en hlutfall þeirra sem taka þetta orlof er óvenju lágt. Sjá mynd 3 frá 2016 um stöðuna er kemur að þátttöku foreldra í daglegri umönnun og menntun barna, í aldurshópnum 25-49 ára (Eurostat 2021).

ÞESS VENGA… Er samkomulag við maka um jafna ábyrgð er kemur að heimili og fjölskyldu ekki aðeins sanngjarnt fyrir þig heldur einning fjölskyldu þína.

Tölfræði landa:

Óvirkir á vinnumarkaði vegna umönnunarskyldu (umönnun fullorðinna með fötlun, barna eða fjölskyldu af öðrum ástæðum) eftir kyni, í aldurshópnum 20-64 ára árið 2020.

  • ESB (27), konur 27,3%, karlar 3,9% alls 18,7%
  • Ísland, konur 7,2%, karlar (ekki til gögn) en samtals 5. 8%.
  • Búlgaría, konur 39,9%, karlar 16,2% og alls 30,6%.
  • Grikkland, konur 26,6%, karlar 2,3% og alls 18,5%.
  • Pólland, konur 40,1%, karlar 12,5% og alls 30,9%.
  • Spánn, konur 37,1%, karlar 4,8% og alls 24,8%.
  • Kýpur, konur 57,6%, karlar 13,5% og alls 43,8%

Heimildir:

European Institute for Gender Equality (EIGE) (2020). Beijing +25 policy brief: Area F – Women and the economy: care responsibilities and insecure jobs limit women’s empowerment. Sótt af: 02.07.2021.
https://eige.europa.eu/publications/beijing-25-policy-brief-area-f-women-and-economy

Eurostat (2021). Inactive population due to caring responsibilities by sex. Sótt af: 02.07.2021. 
https://ec.europa.eu/eurostat/databrowser/view/sdg_05_40/default/table?lang=en

Tags:

Comments are closed