Vissir þú að það að vinna hlutastarf þýðir ekki bara lægri laun í dag heldur hefur áhrif á möguleika þína í framtíðinni?
Konur eru líklegri til að starfa í óreglulegum-, tímabundnum- og hlutastörfum. Slík störf skapa oft sveigjanleika til að sinna fjölskyldunni en launin eru lægri sem þýðir lægri tekjur á starfsævinni og takmörkuð lífeyrisréttindi, auk þess að hafa áhrif á möguleika til starfsþjálfunar, framgangs í starfi og að nýta félagslegt stuðningsumhverfi atvinnlífsins..
Staðan verður mun verri þegar hlutastöfin eru jafnframt illa launuð. Þó að konur í ábyrgðarstöðum geta í einhverjum tilfellum samið um laun og vinnuskyldu og um að snúa aftur í fullt starf þá eru konur sem vinna störf ófaglærðra yfirleitt ekki í sömu stöðu og eiga oft erfitt með að finna, halda eða snúa aftur í fulla vinnu, þá bjóðast þeim færri möguleikar til starfsþjálfunar og þær eru oft háðar tekjum maka.
Síbreytilegar kröfur atvinnulífsins og takmarkað aðgengi að þjálfun getur komið í veg fyrir að konur fái starf við hæfi sem reynist körlum oft auðveldara.
Í sumum Evrópusambandslöndunum eru mikill munur á tekjum í ólíkum atvinnugreinum eða á milli kvenna- og karlastétta. Í ljósi þess að hve miklu leiti breytingar á vinnumarkaði eru háðar tækniframförum þá er hætt við að þessi kynbundni launamunur muni aukist þar sem konur eru í minnihluta er kemur að tæknistörfum (STEM – Vísindi, Tækni, Verkfræði og Stærðfræði).
Þess vegna … er gott að taka mið af þessum staðreyndum í starfsvali til að draga úr hættunni á því að verða háður öðrum eða búa við fátækt.
Mynd: Eurostat, Líf karla og kvenna í Evrópu, tölfræði 2020
Tölfræði/samanburður á milli landa:
Hlutastarfsmenn, aldursflokkur: 15 til 64 ára.
- ESB (27) í hlutastarfi: 8,4% karlar og 29,8% konur, alls 18,2%.
- Íslandi í hlutastarfi: 12,2% karlar og 34,9% konur, alls 22,8%.
- Búlgaría í hlutastarfi: 1,6% karlar og 2,1% konur, 1,8% alls.
- Grikkland í hlutastarfi: 5,5% karlar og 12,7% konur, 8,6% alls.
- Pólland í hlutastarfi: 3,5% karlar og 8,9% konur, 5,9% alls.
- Spánn í hlutastarfi: 6,5% karlar og 22,6% konur, alls 13,9%.
- Kýpur í hlutastarfi: 6,8% karlar og 13,6% konur, alls 10%.
Heimildir:
European Commission (2018): Employment and social analysis – Employment and Social Developments in Europe 2018: Online Executive Summary. Sótt af: 02.07.2021.
https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=113&intPageId=5099&langId=en
Econstor (2016): Hanging in, but only just: Part-time employment and in-work poverty throughout the crisis. Sótt af: 02.07.2021.
https://www.econstor.eu/bitstream/10419/195001/1/890254958.pdf
Eurostat. (2021). Part-time employment as percentage of the total employment, by sex, age and citizenship (%). Sótt af: 02.07.2021. https://ec.europa.eu/eurostat/databrowser/view/lfsa_eppgan$DV_579/default/table?lang=en
Comments are closed