Inngangur

Að bera kennsl á gildin sín er mikilvægt skref í átt að því að skilgreina hvaða atvinnugrein og starf myndi henta þér. Til dæmis, ef góðvild er eitt af aðalgildum þínum, þá finnur þú merkingu, tilgang og hamingju í störfum sem tengjast því að hjálpa fólki, eins og umönnunaraðilar eða félagsráðgjafar.

Markmið

Markmið verkefnisins er að þú þekkir mikilvægustu gildi þín, til þess að þú getir nýtt þau sem leiðarvísi að því hvers konar starf eða starfsgrein myndi henta þér best.

SKREF 1: HVERJAR ERU TOPP 3 HETJURNAR ÞÍNAR?

Þær geta verið: frægt fólk, fólk sem þú þekkir (úr þínu daglega lífi), dýr, skáldskaparpersónur o. s. frv.

Teiknið mynd þeirra í hringinn eða einfaldlega skrifið niður nöfn þeirra.

Mahatma Gandhi
Millicent Fawcett
Ljón
SKREF 2: HVAÐ DÁIR ÞÚ MEST VIÐ ÞESSAR 3 HETJUR?
SKREF 3: HVER ERU TOPP 3 GILDIN ÞÍN?

Endurspeglar það sem þú dáir hjá hetjunum þínum þau 3 gildi sem þú hefur í hávegum? Hugsaðu um gildi þín út frá þessu sjónarhorni. Hverju dáist þú að hjá fyrstu hetjunni þinni og hvaða gildi geta legið þar að baki? Og hvað með hinar hetjurnar?

SKREF 4: HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR MIG?
  • Má fella einhver af gildunum saman?
  • Hvert þeirra er mikilvægast?
  • Hvaða hlutverki gegnir það í lífi þínu?
  • Hvers konar starf telur þú að hjálpi þér að lifa í takt við þessi gildi?


Þetta verkefni er byggt á nálgun og efni sem þróað var af Raj Raghunathan, prófessor í markaðs- og sálfræði við McCombs viðskiptadeildina við University of Texas Austin.

Það að íhuga fyrirmyndir mínar hjálpaði mér að gera mér betur grein fyrir hvaða gildi það eru sem ég virði í mínu eigin fari og annarra.

Ég geri mér nú betur grein fyrir hverskonar starf getur hjálpað mér að vinna í anda þeirra gilda.