Þú ert í þann mund að fara aftur inn á vinnumarkaðinn, hvað getur stutt þig? Taktu þátt með okkur í þessu ferðalagi möguleika, framtíðarsýnar, tækifæra og þróaðu aðgerðaáætlun og samstarfsnet sem styðja þig í að ná markmiðum þínum. Að ljúka þessu ferli gæti hjálpað þér að sjá nýjar leiðir þar sem æfingarnar ættu að hjálpa þér að koma auga á hæfileika sem þú hefur ekki hugsað út í áður sem og leiðir til að skipuleggja fyrstu skrefin í atvinnuleitinni.

Námsþáttur 1: Mínir möguleikar

Efni: Sjálfstraust og valdefling. Bæta sjálfstraust og auka stjórn á eigin lífi!

Námsþáttur 2: Draumar mínir og framtíðarsýn

Efni: Að þekkja sjálfan sig – Hver er framtíðarsýn þín? – Taktu fyrsta skrefið

Námsþáttur 3: Mín tækifæri

Efni: Greina eigin þarfir. Auðlindir og áskoranir. Æfing 1 byggir á vinnu með tákn. Í æfingu 2 greinir þú þínar eigin þarfir og þær auðlindir sem þú getur nýtt þér til snúa aftur á vinnumarkaðinn: Hvernig get ég fengið …, hvað þarf ég … auk þess að beina þér á áreiðanlegar upplýsingar. Æfing 3 snýst um að snúa aftur á vinnumarkaðinn, að útbúa ferilskrá og skrifa kynningarbréf,……

Námsþáttur 4: Hvað geri ég

Efni: Að verða virk og taka ákvarðanir. Í æfingu 2 munt þú setja fram aðgerðaáætlun og taka ákvarðanir. Æfing 3 fjallar almennt um starfsviðtöl og helstu áskoranir þeim tengum.

Námsþáttur 5: Tengslanetið mitt

Efni: Hvar og hvernig get ég leitað eftir stuðningi. Í æfingu 2 verður farið yfir hvernig má nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við starfsumsóknir.