Inngangur

Að snúa aftur á vinnumarkaðinn er ekki aðeins spurning um hvers konar starf eða starfsgrein. Það er einnig spurning um skipulagningu og undirbúning. Því miður, vegna ólíkra væntinga og aðstæðna kynjanna þá er það oft flóknara fyrir konur, karlar fara yfirleitt ekki af vinnumarkaði a.m.k. ekki til lengri tíma.

Markmið

Þessi æfing getur hjálpað þér að sjá fyrir þér hvaða áhrif ákvarðanir þínar gætu haft á líf þitt og hvernig þú gætir fyrr komið auga á áskoranir sem gætu mætt þér. Að vera meðvitaður um “þætti sem þarf að vinna með” hjálpar þér að velta fyrir þér mögulegum lausnum á áskorunum og vinna að markmiðum þínum.

Í forminu “Ég & Mín Markmið” þarftu annað hvort penna til að skrifa niður hugmyndir þínar eða það gæti líka hjálpað að teikna myndir eða tákn sem lýsa hugsunum þínum og hugmyndum. Það sem skiptir máli er að hvað sem þú skrifar niður eða teiknar gefi þér skýra mynd af stöðu þinni í dag.

SKREF 1

Byrjaðu á svæðinu í miðju formsins: Reyndu að orða markmiðum þínum eins skýrt og þú getur á þessu stigi; vertu óhrædd við að aðlaga eða endurskoða markmið þín á meðan á æfingunni stendur, en mundu að hafa þau eins skýr og hægt er.

SKREF 2

Skoðaðu ólík svæði í hringjunum í kringum markmiðin þín. Þú getur byrjað á hvaða svæði sem þú vilt eða vekur athygli þín. Það getur verið að þú hafir mikið eða lítið að segja um hvert markmið, það fer eftir þínum persónulegu aðstæðum.

SKREF 3

Á meðan gott er að vinna að skrefi 1 og 2 í einrúmi þá getur verið gott að biðja einhvern sem þú treystir til að vinna með þér að skrefi 3. Reyndu að finna rými þar sem er næði og hægt er að vinna án þess að verða fyrir truflun, svo að þú og einstaklingurinn sem þú valdir getið rætt saman. Þegar þú hefur fundið heppilegt rými útskýrðu þá fyrir viðkomandi þín markmið þín og það sem þú ert þegar búin að skilgreina og skrifa niður í ólík svæði. Hlutverk viðkomandi er að hlusta á þig og skilja það sem þú ert að segja.

SKREF 4

Reynið að skilgreina saman, hvaða svæði eru í lagi og hvaða svæði gætu falið í sér áskorun sem þyrfti að leysa.

SKREF 5

Notið aðferðir “Hugarflugs” til að skilgreina saman mögulegar aðstæður og leiðir til að mæta áskorunum. Skrifið niður mögulegar lausnir í línurnar fyrir utan hringina, svo að þær gleymist ekki og þú getir skoðað þær betur seinna. Hafðu í huga að þú ert ekki að taka neinar ákvarðanir á þessu stigi; heldur safna mögulegum leiðum og lausnum án þess að leggja mat á þær. Ef þú hefur tíma þá getur þú jafnvel sett fram kosti og galla. Ef þú vilt þá getur þú mótað fleiri hugmyndir og þú getur jafnvel unnið skref 3 til 5 með fleiri vinum.

SKREF 6

Nú vinnur þú aftur í einrúmi. Þú ættir að vinna að þessu skrefi eftir að þú hefur haft tíma til að hugsa um það sem þú ert búin að gera. Láttu nokkra daga líða eða bíddu þar til þú hefur safnað frekari upplýsingum. Hugsaðu um allt sem þú hefur sett á blað og veltu fyrir þér þeirri lausn sem hentar þér best. Settu fram aðgerðaráætlun um hvernig þú ætlar að ná markmiðum þínum. Sjá meðfylgjandi form.

Þessi námsþáttur hjálpaði mér að skilja hvernig markmið mín tengjast aðstæðum mínum.

Það að kynna markmið mín og aðstæður fyrir manneskju sem ég treysti hjálpaði mér að fá betri mynd af því sem ég stefni að.