Inngangur

Nú þegar þú hefur skilgreint markmið þín varðandi draumastarfið og velt fyrir þér hvernig mismunandi aðstæður og áhrifaþættir tengjast því (æfing 1-3) er kominn tími til að rannsaka vinnumarkaðinn, auðlindir þínar og þarfir sem og tækifæri til endurmenntunar.

Markmið

Byggt á atvintækifærunum á vinnumarkaðurinn, starfsreynslu og krafna til ólíkar starfa, miðar þessi æfing að því að hjálpa þér að skilgreina þarfir þínar og þá færni og aðrar auðlindir sem þú býrð yfir og geta hjálpað þér að ná markmiði þínu. Það mun einnig hjálpa þér í að skoða tækifæri til menntunar og þjálfunar.

SKREF 1: UNDIRBÚNINGUR

Skrifaðu aftur niður hvert markmið þitt er.

Dæmi: Ég vil verða leigubílstjóri.

Hvaða kröfur gerir þetta starf?

  • hæfni
  • reynsla
  • persónueinkenni


Hugsaðu nú um leitarorð sem þú getur notað þegar þú rannsakar atvinnuauglýsingar. Það er mikilvægt ef þú ert að nota leitarvélar eða atvinnuleitarsíður á netinu.

  • Leitarorð sem tengjast starfsheiti og starfsgrein.

Hér skrifar þú öll orð og orðasambönd, sem þér dettur í hug, tengt starfsheiti (hvernig er starfinu lýst) og starfsgrein (í hvaða starfsgrein er starfið) Til dæmis: bílstjóri, leigubílstjóri

  • Starfsþættir

Hér skrifar þú á hvaða starfssviði starf þitt gæti verið. Flestar leitarvélarnar leyfa notendum að takmarka leitina út frá ákveðnum þáttum eða starfsgreinum. Það mun hjálpa og spara tíma þar sem þú skoðar færri atvinnuauglýsingar. Til dæmis: þjónusta, samgöngur

Eftir undirbúning minn fyrir að finna starf sem hentar þá hef ég skrifað niður:

Ég hef skilgreint starfssvið þar sem ég tel að ég geti fundið starf við hæfi.