Mín áskorun
Ég heiti Rositza og bý í litlum bæ í Norður-Búlgaríu. Ég með menntun í hagfræði frá Svishtov, einum virtasta háskóla í hagfræði í Búlgaríu. Lengst af starfaði ég á bókhaldsdeild einkafyrirtækis með aðsetur í heimabæ mínum. Fyrir 5 árum síðan þurfti öldruð móðir mín félagsþjónustu eftir að hafa veikst lífshættulega. Ég reyndi hvað ég gat að finna utanaðkomandi aðstoð en án árangurs, svo ég neyddist til að hætta í vinnunni til að sinna daglegri umönnun móður minnar. Samkvæmt lögum fékk ég mánaðarlega fjárhagsaðstoð sem umsjónaraðili einstaklings með varanlega fötlun á því tveggja ára tímabili sem ég sinnti þessu hlutverki. Þegar móðir mín dó var ég aftur komin út á vinnumarkaðinn en því miður hafði fyrri vinnuveitandi minn lokað fyrirtækinu þannig að ég þurfti að leita að nýju starfi. Í bænum sem ég bjó í voru fá atvinnutækifæri fyrir 50+ gamla konu, sem hafði verið í leyfi frá störfum í tvö ár. Þannig að ég þurfti að víkka og endurskilgreina starfsvettvang minn.
Eftir að hafa leitað að vinnu í rúmlega eitt ár fékk ég tilboð frá vinnumálaskrifstofunni um að gerast miðasali hjá búlgörsku járnbrautunum í nágrannabæ mínum. Upphaflega líkaði mér ekki þetta tilboð þar sem það passaði hvorki við menntun mína né starfsreynslu. Hins vegar ákvað ég að láta slag standa þar sem ég elska að vera í samskiptum við fólk auk þess sem mig vantaði sárlega vinnu. Eftir nokkra mánaða vinnu sem miðasali í nágrannabænum losnaði starf í heimabæ mínum, þannig að ég var flutt til og nú þarf ég ekki að ferðast á vinnustaðinn á hverjum degi og er ánægðari.
Mínar helstu áskoranir
• Gift með eitt barn
• Umönnunaraðili fyrir fjölskyldumeðlim – móðir með fötlun
• Breyting á starfi
Mín Leið
Þegar ég fór að leita mér að nýrri vinnu var ekkert í boði fyrir mig. Ég ákvað að gefast ekki upp og vera opin fyrir fleiri möguleikum og sagði ráðgjöfum vinnumálaskrifstofunnar að ég myndi þiggja hvaða vinnu sem er sem gerði mér kleift að vera innan um og eiga í samskipti við fólk. Þegar mér bauðst slík vinna, sem hentaði ekki minni menntun og færni, og í nágrannabæ, var ég ekki sátt í byrjun en ákvað svo að ég hefði engu að tapa og sló til. Þessi sveigjanleiki hjálpaði mér. Það kom í ljós að mér líkar vel vinnan, en ferðir til og frá vinnu tóku frá mér tíma og orku. Ég var hikandi við að segja yfirmanninum mínum að ég myndi frekar vilja vinna á lestarstöðinni í bænum mínum, en ég ákvað að gera það samt. Og það var og, nokkrum mánuðum síðar var ég flutt til í starfi og vinn í dag í heimabæ mínum.
Minn árangur
Það að hafa fastar tekjur eykur öryggi mitt og sjálfstæði. Ég hef lært að vera sveigjanleg og opin fyrir tækifærum. Ég er líka mjög stolt af því að hafa ákveðið að talað við yfirmann minn um flutning í starfi. Upphaflega var ég hrædd um að honum gæti mislíkað frumkvæði mitt en svo var ekki og hann varð við beiðni minni.