Mín áskorun

Ég er 29 ára og á tvö börn (tvo stráka) á aldrinum 4 og 8 ára. Þegar ég komst að því að ég væri ólétt af fyrsta barninu mínu var ég að læra lyfjafræði við háskólann í Sevilla. Fréttunum var ekki vel tekið af fjölskyldunni þar sem ég var ung og átti eftir að ljúka námi. Ég hélt áfram að læra um tíma þar til heilsan leyfði það ekki lengur og þá þurfti ég að hætta og flytja til foreldra minna í Granada til að ljúka meðgöngunni. Foreldrar mínir eru duglegt almúgafólk sem hefur unnið hörðum höndum til að geta alið upp börnin sín.

my main challenges

• Barnshafandi í námi
• Ósætti við fjölskyldu
• Jafnvægi milli atvinnuþátttöku og barnagæslu
• Mismunun vegna hæfni

Mín Leið

Þar sem ég gat ekki klárað námið áður en ég átti mitt fyrsta barn þá reyndi ég að ljúka námi samhliða barnauppeldinu, það krafðist mikils tíma og fjármagns. Ég ákvað að fara í starfsnám í rannsóknarstofu og náði að ljúk því. Starfsnámið fór fram í rannsóknastofu í Granada þannig að fjölskyldan mín gat séð um börnin á meðan ég var í náminu. Kennarinn minn var mjög ánægður með mig en gat ekki ráðið mig þar sem engin störf voru í boði.

Ég leitaði eftir vinnu í örðum rannsóknarstofum í Granada. Þar sem ég var einstæð móðir og þurfti að sinna börnunum mínum var ég að leita að hlutastarfi.

Því miður eru ekki mörg atvinnutækifæri í Granada, allar þær rannsóknarstofur sem ég sendi ferilskrá mína til sögðu annað hvort að þær þyrftu engan í augnablikinu eða svöruðu ekki. Það er mikil áskorun að leita að starfi fyrir manneskju með mína hæfni þar sem fyrirtæki eru oft að leita að einhverju öðru og ég upplifði ákveðna mismunun. Þrátt fyrir allt hef ég alltaf þegið hvers kyns vinnu (t.d. óskráða vinnu án almannatrygginga) til að geta framfleytt mér og börnunum mínum.

Einn daginn ræddi ég við vin úr starfsnáminu sem sagði mér að verið væri að leita að starfsmanni til að vinna í nokkra klukkutíma um helgar á rannsóknastofunni sem hann vann á. Ég fór í atvinnuviðtal og var ráðin. Um var að ræða örfáa tíma en það var betra en ekkert. Ég lagði mig alla fram, markmið mitt var að skila frábæru starfi sem gæti orðið til þess að ég fengi fast starf við hæfi.

Eftir tveggja mánaða vinnu sagði yfirmaður minn mér að þeir væru mjög ánægðir með störf mín og buðu mér hlutastarf fyrir hádegi á virkum dögum.

Minn árangur

Ég er núna með fast hlutastarf þannig að ég get varið tíma með börnunum mínum og aflað tekna sem gera mér kleift að veita þeim það líf sem þau eiga skilið.

Öll þessi reynsla hefur kennt mér að þú þarft að berjast til að ná markmiðum þínum. Að ekkert er auðvelt og að þú ættir aldrei að gefast upp. Oft er betra að byrja á botninum og vinna sig upp og ná markmiðum með áreynslu og þrautseigju. Þetta ferli kostaði mig mikið því ég þurfti að skilja börnin mín eftir hjá foreldrum mínum til að fara að vinna en ég gerði allt sem ég gat til að eiga betri framtíð fyrir okkur þrjú saman. Stuðningur fjölskyldu minnar hefur hjálpað mér til að fá þetta starf, en ég hef líka þurft að færa margar fórnir og finna styrk til að standast álagið.